Samey Fréttabréf


Framúrskarandi fyrirtæki 5 ár í röð

Samey framúrskarandi fyrirtæki 2011-2015Samey er meðal 1,9% fyrirtækja sem eru framúrskarandi fyrirtæki 2015 samkvæmt Creditinfo og er það fimmta árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þann titil.

Samkvæmt Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára.

Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi sem standast ýmsar efnahagssveiflur.


Samey framúrskarandi fyrirtæki 2014

Samey framúrskarandi fyrirtæki 2014 - PDFSamey ehf var valið framúrskarandi fyrirtæki 2014 og er það í 4 árið í röð sem Samey hlítur þann heiður.

Í ár voru 577 fyrirtæki sem hlutu þann heiður að vera valin framúrskarandi fyrirtæki 2014, en er það um 1.7% af þeim fyrirtækjum sem skrá eru í hlutafélagskrá.

Staðfesting Creditinfo á Samey sem framúrskarandi fyrirtæki.

 

 

 

 


Samey framúrskarandi fyrirtæki 2011, 2012 og 2013

Samey framúrskarandi fyrirtæki 2013 - PDFSamey ehf hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki 2011, 2012 og 2013 af Creditinfo og er því á meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf.

Eingöngu koma til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat Creditinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð er til grundvallar greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum.

Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 462 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki.

Mat á framúrskarandi fyrirtækjum

Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn
í styrk- og stöðugleikamati félagsins.

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:

Samey ehf er á meðal 1,5% íslenskra fyrirtækja sem standast þessar kröfur.

Staðfesting Creditinfo á Samey sem framúrskarandi fyrirtæki.


ISO 9001:2008 vottun samey ehf. - FM 573258

ISO 9001:2008 vottun á gæðakerfi Samey ehf.

Hjá Samey höfum við alla tíð kappkostað að bjóða vandaðar lausnir í hæsta gæðaflokki.

Frá og með júní 2011 er gæðakerfi okkar vottað samkvæmt ISO 9001:2008 staðlinum. Vottunin tekur til allra þátta í rekstri Sameyjar, allt frá eigin hönnunar lausnum til gangsetningar og eftirlits ásamt vali á undirverktökum og birgjum.

Hægt er að sjá vottunarskírteini Samey hérna.

Kerfið var vottað af matsfyrirtækinu BSI.


Nýjar vörur: Víbringsnemar frá Hansford Sensors

Hansford Sensors - LogoSamey býður nú upp á hágæða víbringsnema frá Hansford Sensors. Þessir nemar eru mjög hentugir í eftirlit með legum og ástandi véla og geta komið í veg fyrir verulegan skaða og viðhaldskostnað. Hægt er að fá bæði nema sem mæla eingöngu víbríng í G með 4-20ma útgangi og nema sem einnig mælir hitastig. Festingar má fá fyrir suðu, límingu eða snittað.

Frekari upplýsingar um nemana má nálgast hérna.

 


> Tæknilausn: Herslumælir fyrir Norðurál

Nýlegt dæmi er herslumælir fyrir vökvadrifna herslulykla sem herða klemmur, sem halda uppi rafskautum á skautbrú í álbræðslukeri. Rétt hersluátak vökvalyklanna er mjög mikilvægt. Bæði vegna öryggis og að góð rafleiðni fáist á milli skauts og skautsbrúar.

Svona mæli var hvorki hægt að fá hér heima né erlendis. Samey gerði tillögur og tilboð í að smíða herslumæli fyrir þetta mikilvæga verkefni til að auka öryggi og gæði.

Mælirinn var tekinn í notkun síðastliðið haust og hefur reynst vel.