Að starfa hjá Samey

Hjá Samey starfar breiður hópur reyndra tæknisérfræðinga á sviði rafmagns, hugbúnaðar og véltæknifræði. Samey starfar á sviði sjálfvirknilausna og býður upp á heildarlausnir allt frá hönnun til gangsetningar auk þess að bjóða upp á íhluti í sjálfvirknikerfi og til iðnrekstrar.

Mikilvægasta auðlind Sameyjar er starfsfólkið og fjárfesting í því er lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Það er því markmið Sameyjar að hafa á að skipa hæfileikaríkum og framúrskarandi starfsmönnum og hlúa að þeim þannig að þeir sýni frumkvæði, skapi metnaðarfullan og jákvæðan starfsanda og geri hagsmuni Sameyjar að sínum.

Rafvirki óskast

Vegna aukinna umsvifa leitar Samey nú að röskum rafvirkjum til að starfa að spennandi og krefjandi verkefnum sem framundan eru.

Starfið felur m.a. í sér samsetningu, uppsetningu og gangsetningu á sjálfvirknikerfum og þjónustu við þau bæði á Íslandi og erlendis.

Samey er sjálvirknimiðstöð sem starfar á alþjóða markaði á sviði sjálfvirknilausna og iðnaðarþjarka.

Starfið býður uppá fjölbreytt starfsumhverfi og fyrirmyndar aðstöðu þar sem starfar breiður hópur reyndra tæknisérfræðinga á sviði rafmagns, hugbúnaðar og véltæknifræði. Helstu verkefni fyrirtækisins um þessar mundir eru á Íslandi, Noregi og Færeyjum.

Umsóknir skulu berast á starf@samey.is fyrir 31. júlí 2015.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðmál.

 

Umsókn

Hægt er að sækja um með því að senda umsókn á starf@samey.is eða á skrifstofu okkar að Lyngási 13 í Garðabæ. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum er svarað.